AC/DC (varúð ítarlegt)

Jæja núna ætla ég að fjalla um öflugustu (tónlistarlega séð) hljómsveit í heimi (matsatriði),ég skelli hérna líka nokkrum video-um inn fyrir þá sem vilja kynna sér bandið : AC/DC var stofnuð upphaflega í Ástralíu árið 1973 af Bræðrunum Angus Young og Malcolm Young. Angus Young var að spila með bandi sem hét Kentucky og stuttu áður hafði Malcolm Young verið að spila með bandi sem hét Velvet Underground (þ.e.a.s. áströlsku hljómsveitinni,ekki þeirri bandarísku) og þá spurði Malcolm bróðir sinn hvort hann væri ekki til í að ganga í rokkband sem hann væri að stofna. Angus var í áfalli því að þeir bræður rifust eins og hundur og köttur og þá spurði Angus hvað gerðist ef meðlimunum líkaði ekki við hann þá svaraði Malcolm "þá finnum við bara aðra sem líka við þig" og þegar þeir tilkynntu foreldrum sínum það að þeir væru í sama bandinu og þeir fengu bara svarið: "jæja ok ég skal gefa ykkur viku til að tolla saman" og þess má geta að bræðurnir hafa unnið stanslaust (bókstaflega) þeir hafa aldrei stoppað,frá upphafi hafa þeir annað hvort verið að túra,búa til tónlistarmyndbönd,taka upp plötur eða gera safndiska (compilations) frá því ári og fram að 2009 þessa dagana eru þeir í suður-ameríku að spila og verða að túra amk. til maí 2010,"hard work" er mottóið hjá AC/DC.Í September október 1973 gekk fyrsti söngvari AC/DC í bandið og hét hann Dave Evans og gaf hann út eina smáskífu (7" EP) með bandinu "can I sit next to you girl" back with "rockin' in the parlour" en hann var rekinn því að hann var of mikill glamúrrokkari og að mörgu leyti bara leiðinlegur að mati AC/DC en á þessu tímabili voru miklar breytingar í  bandinu sem væru efni í heila ritgerð en ég mæli með því að renna yfir það:http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_AC/DC_members.Árið 1974 voru AC/DC að túra og kynntust einkabílstjóra sem keyrði þá á milli hótela og tónleika og þeir vissu að væri betri söngvari heldur en bílstjóri og voru þeir oft að syngja saman og þeim kom það vel saman að það var eins og þeir hefðu þekkst alla tíð. Þannig í október 1974 var Bon Scott ráðinn sem söngvari AC/DC.Árið 1974 gáfu AC/DC út 2 plötur high voltage og síðan TNT og voru þær plötur aðeins gefnar út í ástralíu. Sama ár var smáskífan "baby please dont go" gefin út og komst það lag á topp 10 vinsældarlistum og var sú skífa gefin út worldwide.Árið 1975 gáfu þeir út plötuna high voltage út sem voru fyrri plötur þeirra (TNT og High Voltage) sameinaðar í eitt (nokkrum lögum sleppt sem má þó finna á bootleg) og var sú plata gefin út alþjóðlega.Árið 1976 gáfu AC/DC út Dirty deeds done dirt cheap plötuna hún var gefin út fyrst í ástralíu (með nokkrum lögum sem voru ekki gefin út alþjóðlega) en var seinna um árið gefin út worldwide.Árið 1977 gaf hljómsveitin út plötuna Let there be rock sem var gefin út í ástralíu og síðar um árið alþjóðlega og það var seinasta platan sem að þeir gáfu út einungis í Ástralíu og á þessari plötu var kominn nýr bassaleikari til sögunnar,Cliff Williams var tekinn við af Mark Evans sem að í dag rekur hljóðfærabúð í Ástralíu,Bon Scott sagði að Cliff væri einnig reyndari en Mark,þegar Mark byrjaði með AC/DC 1975 þá var hann búinn að spila á bassa í 2 ár en þegar Cliff gekk í bandið 1977 var hann búinn að spila í 12 ár á bassa og umboðsmaður AC/DC talaði um varðandi Mark að hann hefði verið of nice gaur til að vera í bandinu og maður vissi að hann myndi ekkert endast.Árið 1978 gáfu AC/DC út powerage sem að innihélt mjög melódísk en ennþá blúsuð lög eins og AC/DC eru einna þekktastir fyrir og gáfu þeir út í evrópska útgáfu af plötunni sem innihélt lagið "cold hearted man" en var seinna tekið út af plötunni.Ári seinna gáfu AC/DC út plötu sem átti eftir að gera þá að einni þekktustu hljómsveit í heimi og komust þar á "alþjóðlega" markaðinn og hét sú plata Highway to Hell.Sú plata markaði einnig þau tímamót að AC/DC væru djöfladýrkarar og má benda á þetta video sem vísbendingu:http://www.youtube.com/watch?v=jCC8wJBUMT0 þetta er Bon Scott en AC/DC hafa ekkert breyst varðandi flutninginn á þessu lagi [á tónleikum] og þegar Malcolm var spurður að því hvort einhver djöfladýrkun væri í gangi þá sagði hann "nei mamma mín myndi drepa mig fyrir það". Og varðandi titill þá kemur það út frá þvi að þegar þú ert í bandi og ert að túra og sofnar á leiðinni og vaknar með táfýluna á næsta upp við nefið á þér það getur verið "fucking highway to hell". Titillag plötunnar inniheldur eitt þekktasta riff rokksögunnar sem að samkv. wikipedia samið af Malcolm (bræðurnir sá um að semja tónlistina þó að söngvararnir hafi komið inn í textagerðina). Á þessum tíma þegar velgengnin var svona mikil þá jókst drykkja meðlimanna (fyrir utan Angus sem að drakk aldrei ) sem var ekki lítil fyrir og gerðist það þann 19.febrúar 1980 var að Bon Scott fannstl látinn í bíl eftir að hafa kafnað í eigin ælu,vinur hans hafði skilið hann þar eftir og Bon virtist ekki vera illa drukkinn og hann var það aldrei hann drakk oft "mátulega" þótt að skiptin hafi verið ófá. Fyrsti meðlimurinn til að frétta af þessu var Angus Young sem frétti þetta af Mutt Lange (produce-rinn þeirra) og þetta var komið í fjölmiðla og pressan alveg komin á fullt og Malcom tók þá ákvörðun að einhver yrði að tilkynna foreldrum Bon Scott lát hans og Malcolm tók það að sér og fannst það betra að fréttirnar kæmu frá hljómsveitarmeðlimi heldur en að lesa það í fjölmiðlum. Malcolm Young hringdi í móður Bon sem að öskraði þegar hún frétti þetta í gegnum símann því hún hélt einnig upphaflega að þetta hafi verið Bon sjálfur hinu megin við línuna.Fjölmiðlar gengu mjög langt í máli Bon og þeir sögðu í fyrirsögnum "dauði rokkstjörnu" það var ekki "dauði Bon Scott" það var rokkstjörnudauði og það var margt sem var skrifað sem ekki var satt.Meðlimunum féllst næstum hendur og þeir ákvöðu bara að hvíla sig á meðan jarðaförinni stóð og svona. Svo sögðu foreldrarnir við þá í jarðaförinni "þið ættuð að leita að nýjum söngvara" og þau voru handviss um að Bon hefði viljað það og þar sem að meðlimirnir höfðu blessun þeirra þá ákveðu þeir að halda áfram með tónlistina sem þeir voru byrjaðir að semja og sumt af því voru þeir "næstum" búnir að leyfa bon að heyra og þau lög eru inn á back in black plötunni en titillagið var samið í minningu bon scott (það hafa verið kjaftasögur í mörg ár að back in black (lagið) hefði verið samið á tíma bon scott og hann sungið það og einhverjar töku-hljómsveitir reynt að "sanna" það og má þar nefna bootleg plötu að nafni shockingly rare sem að heldur þessu fram en ac/dc hafa sagt það skýrt að þetta var gert í minningu AC/DC Bon Scott. Hljómsveitin fór út frá þessu að leita að söngvara og auglýstu opnar áheyrnaprufur fyrir hvern sem er sem taldi sig geta sungið með bandinu og þetta gekk mikið fyrir sig á þessa leið: "nei næsti,ekki nógu gott næsti...". Svo hafði Mutt Lange (producer-inn þeirra) heyrt í Brian Johnson sem söng á þeim tíma með bandi að nafni Geordie og Mutt hafði heyrt nokkrar plötur og var mikið að pæla í honum og á svipuðum tíma hringdi AC/DC aðdáandi inn umboðsaðila AC/DC og sagði "þið verðið að hlusta á Brian Johnson hann er fullkominn rödd fyrir AC/DC" og Angus Young hefur vitnað í að Bon Scott hafi séð Brian Johnson stökkva á gólfið liggja í gólfinu og syngja lungun úr sér en hann lá víst í gólfinu út af botnlangabólgu og Brian Johnson var einnig einn af fáum söngvurum sem Bon fannst góður og Brian Johnson fór í áheyrnaprufur í London (hann bjó sjálfur í New Castle) og kom í áheyrendaprufurnar og spurði meðlimina hvort þeir þekktu lagið ___ með Tina Turner og þeir sögðu jú og síðan spurðu AC/DC Brian Johnson hvort að hann kynni whole lotta roisie og hann sagði "já" og var ráðinn og orðinn formlega söngvari AC/DC í mars 1980 og árið 1980 gáfu þeir út næst-mest seldu plötu í heimi Back in black sem hefur selt 64 milljónir eintaka núna (wikipedia heldur öðrum tölum fram en það kemur m.a. hérna fram:http://www.youtube.com/watch?v=qNRE32i8sm8 (video-ið skiptist í þrennt þannig það sem ég er að vitna ígæti verið í hinum pörtunum). AC/DC tóku túruðu út frá back in black mæli með því að þið skoðið eitthvað af því t.d. hér http://www.youtube.com/watch?v=nmIcaXBRYvs.Árið 1981 gáfu þeir út plötuna For Those About To Rock sem var fyrsta platan til að ná fyrsta sæti í bandaríkjunum (back in black hafði endað í fyrsta eða öðru sæti rétt í lok back in black túrsins en þetta markaði upphaf bandarísks árangurs (hljómar betur á ensku "american success") hjá AC/DC og for those about to rock hefur lengi verið loka lag hjá þeim þar sem að því fylgir langt sóló og "kveðjulegur" endir. En við það lag notuðu þeir fallbyssur sem að var mjög vinsælt meðal aðdáenda þeirra og notuðu þeir reyndar bjöllu á tónleikum þegar þeir voru að spila á back in black og má þess geta að þeir notuðu risa bjöllu til að taka upp lagið hells bells í stúdíóinu og hafa þeir alltaf lagt mikla áherslu á að vera ekki að notast við tæknidrasl svo sem reverb eða einhverjar svakalegar tæknibrellur.Árið 1983 gaf hljómsveitin út Flick of the switch sem má teljast þeirra hráasta plata og það var af ásettu ráði sem að hún endaði þannig því þeir ákvöðu að hafa þessa plötu bara hrátt og berbeinað (bareboned) og vildu fá aftur fílinginn á því að vera lítið band því þeir voru á þeim tíma orðnir það stórir og var markmiðið bara að halda plötunni rokkaðri ("...keep the album mainly rock,the thing we do best...") og sama má segja um plötuna sem kom á eftir henni fly on the wall [sem] var gefin út 1985 naut ekki mikilla vinsælda frekar en platan á undan en seldist þó. Blow up your video sem var gefin út 1988 markaði mikil tímamót því að þá var Brian Johnson að standa í skilnaði og hann tók ekki þátt í lagaskriftunum með Angus Young og Malcolm Y. og hefur síðan þá ekki tekið sama þátt í lagaskriftum hljómsveitarinnar (hann hefur aldrei verið stílaður á lögin síðan þó að hann hafi eins snurfusað aðeins textana). Þetta sama ár var Malcolm Young djúpt sokkin í drykkju og hafði það vandamál fyrst byrjað 1980 þegar Bon Scott dó og það var búið að aukast smám saman eftir því sem leið á árin og þarna var hann orðinn líkamlega og andlega screwed (fann ekkert gott íslenskt orð) af áfenginu hann sagði sjálfur eftir á að hann hafi ekki verið heiladauður eða neitt svoleiðis hann var einungis líkamlega og andlega uppgefinn og gat ekki tekist á við þetta lengur og fór til Angus Young og sagði honum hvernig staðan væri og Angus fannst Malcolm vera hræddur um að hann myndi valda sér vonbrigðum sem var ekki raunin en þarna voru þeir á miðjum túr og bræðurnir fengu frænda sinn Steve Young til að "leysa af" Malcolm meðan hann fór í meðferð (afvötnun) sjá má tónleika með honum hér:http://www.youtube.com/watch?v=ijpamMGyokk. En þetta virkaði og Malcolm hefur haldið sér edrú hingað til og spilar ennþá og semur mergjaða tónlist.Árið 1990 gáfu AC/DC út Razors Edge og bættist þar einn stórslagarinn við (þeir höfðu ekki átt neinn svona stóran slagara síðan 1981 með laginu For Thoes About To Rock) en lagið Thunderstruck er einn mesti slagari þeirra fyrr og síðar og það lag byrjaði bara með því að Angus Young var bara fitla við gítarinn sinn (fiddle about) með annari hendi og fattaði allt í einu að hann væri kominn með flott riff og síðan spilaði hann þetta fyrir Malcolm þá sagði Malcolm að hann væri með riff sem myndi passa vel við þetta stef og þetta varð eins og kom fram að ofan einn stærsti slagari AC/DC.Árið 1992 gáfu AC/DC út live plötu tvöfalda og var það fyrsta live-platan með Brian Johnson og hún einfaldlega live 1992 og þá höfðu þeir ekki gefið út live plötu síðan 1977 með If you want blood you 've got it og það voru margir ánægðir með það því ástæðan fyrir útgáfu þeirrar plötu var pressa frá mörgum aðdáendum. Næsta plata kom út árið 1996 Ballbreaker sú plata var virkilega blúsuð ég myndi kalla þá plötu pure blues-rock plötu það sama má segja um næstu plötu á eftir sem ég fer seinna út í. En þessi plata átti einn slagara hard as a rock og ballbreaker (titillagið) naut einnig ágætra vinsælda. Árið 2000 gáfu AC/DC út Stiff Upper Lip (góð byrjun á nýjum aldamótum). Þá plötu höfðu þeir tekið upp í Vancouver (Canada) og hafði þá George Young produce-að plötuna fyrir þá (það hafði hann ekki gert í 22 ár og hafði þá alltaf haft Harry Vanda með sér en þarna voru þeir þrír bræðurnir sem "stýrðu" plötunni. Og Stiff Upper Lip lenti í 7. sæti á Billboard 200 vinsældarlistanum.Árið 2003 spiluðu AC/DC nokkur gigg þar á meðal með Rolling Stones spiluðu,Angus og Malcolm voru þeir einu sem spiluðu með Rolling Stones á sviði en AC/DC spiluðu nokkur lög og voru einhverskonar uphttp://www.youtube.com/watch?v=CiRvFUoHgTMphitunarband og sýnishorn má sjá hérna:AC/DC: http://www.youtube.com/watch?v=hxcAH-ivkHsAng and Mal: http://www.youtube.com/watch?v=CiRvFUoHgTM & http://www.youtube.com/watch?v=JQGjNZ6Rwr0 (það er held ég amk eitt gigg í viðbót en þetta eru amk. 2 gigg af þrem. Það hefur aðeins gerst nokkrum sinnum að AC/DC hafa spilað með öðrum það er eiginlega bara með rolling stones þessi þrjú skipti og einu sinni með Steve Tyler (söngvara Aerosmith) http://www.youtube.com/watch?v=JQGjNZ6Rwr0. Brian Johnson og Cliff Williams hafa farið út fyrir rammann en ekki sem AC/DC en hérna má sjá nokkur dæmi um það:http://www.youtube.com/watch?v=_rKEW6KrWxI, http://www.youtube.com/watch?v=fmfnDowXH1k, http://www.youtube.com/watch?v=tR72N6zraoQ og svo mæli ég sterklega með Geordie gamla bandinu hans Brians (munið að hlusta oftar en einu sinni á það þetta er ekki það auðmelt):http://www.youtube.com/watch?v=9FLlASLicCU ,http://www.youtube.com/watch?v=dsEo8i9dGSsEn svo fengu AC/DC aðdáendur skyndilega eftir átta ára hlé og örfáa safndiska (dvd tónleika,þeir hafa alltaf þverneitað því að gefa út best of því að það kemur út eins og þeir séu hættir),þá kom út platan Black Ice með slagarann Rock N Roll Train http://www.youtube.com/watch?v=lermqfhhJx4 og eru þeir núna að túra eins og áður hefur komið fram og munu þeir túra til amk. May 2010 en Brian Johnson hefur talað um að hætta í bandinu eftir það og sleppa tónlistarhátíðum sjá hér:http://www.youtube.com/watch?v=yDBP6is5roE (lagið sem er undir heitir For Those About To Rock). Og röddin hans er eitthvað farin að versna þar sem bandið er farið að spila hálfri nótu neðar (tuned Eb). En röddin hans er samt góð þó þeir séu með tjúnað Eb sjá:http://www.youtube.com/watch?v=mo_u2RoGpqc til samanburðar set ég þriðja giggið hans með AC/DC:http://www.youtube.com/watch?v=pvGYLu2YDCo. Þess má geta líka að hann hefur sungið inn á bíómynd 3 lög árið 2007 sem hann samdi með Cliff Williams og Cliff Williams spilar einnig á bassa í þeim lögum hér er eitt af þeim þrem lögum: http://www.youtube.com/watch?v=cGwOaWrZ4ds.Hér með er saga AC/DC fram að þessum degi nokkurnvegin sögð ég skrifaði 99,9% af þessu eftir minni ég fór aðeins á wikipedia til að kynna mér tölur en ártöl viðtöl og staðreyndir (allt þess háttar) var skrifað eftir minni sem að vonandi innihélt sem fæstar skekkjur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband